Er Árni Johnsen trúverðugur: af wikipedia

Í kjölfarið beindist athygli manna að viðskiptum sem Árni hafði átt við BM-Vallá í maí sama ár. Þá kom á daginn, þann 15. júlí, að Árni hafði keypt svokallaða óðalssteina af BM-Vallá fyrir hönd byggingarnefndar Þjóðleikhússins, sem enginn vissi hvar væru niðurkomnir og hann sagði vera í geymslu.

Að morgni 16. júlí bárust fréttir af því að Árni hefði sagt af sér embætti sem formaður byggingarnefndar Þjóðleikhússins og viðurkenndi að hafa logið um það hvar hleðslusteinarnir væru. Þeim væri nú búið að hlaða við heimili hans í Vestmannaeyjum. Árni undirstrikaði að um mistök hefði verið að ræða sem hann hafi ætlað að leiðrétta en ekki enn gert. Hann þvertók fyrir það að hafa misnotað almannafé af ásettu ráði.[7] Í yfirlýsingu frá BM-Vallá kom fram að Árni hefði sjálfur sótt umrædda steina að fjárhæð 160.978 kr. m/vsk og jafnframt að hann hafi fengið endurgreitt skilagjald á þeim sekkjum sem steinarnir voru geymdir í að upphæð 12 þúsund kr.[8][9]

Árni Johnsen
Kristján: En er [þér] áfram sætt í byggingarnefnd leikhússins?
Árni: Nei, ég held að ekki bara út af þessu, heldur út af þessu fjaðrafoki öllu, þá held ég að sé eiginlega kominn tími á mig í byggingarnefnd Þjóðleikhússins.

Kristján: En fjaðrafokið er það ekki fyrst og fremst vegna þess að þú hefur kosið að segja fjölmiðlum ósatt?
Árni: Ég sagði ekki beint ósatt, ég sagði ekki allan sannleikann, en nú hef ég gert það.

Kristján: En þú sagðir að steinarnir væru á brettum út í bæ
Árni: Já, ég sagði það vegna þess að þegar maður gengur að lager hjá fyrirtæki sem selur þessa steina þá eru þeir geymdir þannig.

Kristján: En þeir voru í garðinum heima hjá þér!
Árni: Já

Kristján: Ekki á bretti út í bæ!
Árni: Nei

Kristján: En þú sagðir þjóðinni það í gær
Árni: Já, það er ósatt og það er ekki gott.

Kristján: Er þér þegar það er upplýst að þú segir þjóðinni ósatt, er þér sætt áfram sem þingmaður fyrir þjóðina?
Árni: Já, já ég held að það sé ekki þess eðlis þetta mál. Þegar standa öll járn á manni, þá reynir maður ósjálfrátt að víkja sér undan, og þetta er nú ekki alvarlegt.

Kristján: Þér finnst þetta ekki alvarlegt?
Árni: Nei, ekki stóralvarlegt, en ekki til fyrirmyndar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband